Heilavernd

Safnast hafa 31.500 kr.

Heilavernd er stofnað árið 1986 af aðstandendum fólks með arfgenga heilablæðingu.  Félagið safnar fé til að styrkja rannsóknir á arfgengu heilablæðingunni, en hér er um sér íslenskan erfðasjúkdóm að ræða, sem veldur áföllum er leiða til lömunar og ótímabærs dauða þeirra einstaklinga sem bera hið gallaða gen.  Sjúkdómurinn er ríkjandi og enn hefur engin lækning fundist, þrátt fyrir töluverðar rannsóknir á þeim árum sem liðin eru, frá því að aðferð fannst til þess að finna þá einstaklinga sem bera gallaða genið.  Arfgenga  heilablæðingin  leggst á mjög unga einstaklinga í blóma og lífsins og gögn benda til að a.m.k. 300 Íslendingar hafi látist úr sjúkdómnum.  Heilavernd hefur styrkt marga aðila sem komið hafa að þessum rannsóknum, bæði íslenska rannsóknaraðila og erlenda, sem sýnt hafa þessum rannsóknum áhuga.

Heilavernd hefur safnað fé í gegnum tíðina með sölu á minningarkortum, ásamt jólakortum og fleiru, en einnig hefur verið eitthvað um frjáls framlög að ræða.  JC hreyfinginn stóð jafnframt fyrir söfnun á Bylgjunni  í febrúar  1987, sem varð til þess að hægt var að kaupa Blóðskilvindu fyrir Blóðbankann, en hana þurfti m.a. til þess að geta unnið að greiningu á þeim einstaklingum sem bera gallaða genið. 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 10
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
2
2.000 kr.
7
27.500 kr.
1
2.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur