Gleym-mér-ei Styrktarfélag

Safnast hafa 1.000 kr.

 

Gleym-mér-ei er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Einnig sér Gleym-mér-ei styrktarfélag um að skipuleggja minningarathöfn sem haldin er ár hvert og er tileinkuð missi á meðgöngu og barnsmissi.

Við erum með nokkra stuðningshópa  fyrir foreldra sem hafa misst.

Um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Gleym mér ei

Í Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka undanfarin ár hafa fjölmargir hlaupið fyrir okkur og erum við hlaupurum og þeim sem styrktu þau mjög þakklát. Maraþonið er afar mikilvægur þáttur í fjáröflun okkar ár hvert en umræðan sem kemur upp í kring um maraþonið skiptir líka gríðarlegu máli. 

Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu - þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning.  

Umræðan sem fer í gang ár hvert er gríðarlega mikilvæg og allur fjárhagslegur stuðningur er innilega vel þeginn.

Gleym mér ei styrktarfélag hefur með ykkar styrk:

Gert gagngerar endurbætur á duftreiti fyrir fóstur sem staðsettur er í Fossvogskirkjugarði. 

Gefið  tvö rúm og náttborð til meðgöngu- og sængurlegudeildar Landspítalans

Haldið minningarstundir þann 15 október í sex ár víðsvegar um landið. 

Gefið foreldrum minningarkassa til þess að taka með heim af fæðingardeildinni. 

Nánari upplýsingar á gleymmerei-styrktarfelag.is.  Hér má skoða facebook síðuna okkar.

#gleymmerei #forgetmenot #hlaupastyrkur

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 1
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
0
0 kr.
1
1.000 kr.
0
0 kr.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur