Blátt áfram forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Prevention of sexual abuse

Safnast hafa 20.000 kr.

17-27% barna á Íslandi verða fyrir kynferðislegu áreiti og ofbeldi fyrir 18 ára aldur.  Markmið samtakanna er að skapa örugga og trausta framtíð fyrir börn. Með fræðslu til fullorðinna er þeim gerð grein fyrir nothæfum leiðum til að vernda börn gegn kynferðisofbeldi.

Frá stofnun félagsins hefur Blátt áfram frætt rúmlega 10% þjóðarinnar, sjá nánar um sögu og starfsemi félagsins https://www.blattafram.is/sagan/

Fræðsla félagsins:

- Verndarar barna námskeið fyrir fullorðna.

- Lífsleikni fyrir unglinga.

-Teiknimyndin, Leyndarmálið fyrir börn.

-Sjálfshjálparhópur fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Töluvert er um að  börn leiti sér hjálpar eftir að þau fá fræðslu  í skólum.  Því er mikilvægt að starfsfólk skóla hafi fengið viðunandi fræðslu og þjálfun í að greina og þekkja merkin og stuðla þannig að því að barn fái viðeigandi aðstoð sem allra fyrst. 
Heimasíða félagsins er  blattafram.is og við erum með tæplega 17.000 fylgjendur á facebook.is/blattafram.

Láttu okkur endilega vita af þér og við munum hjálpa þér að safna áheitum. Sendu okkur línu á blattafram@blattafram.is Við munum hvetja þig í hlaupinu

Kíktu í básinn til okkar daginn fyrir hlaup í Laugardalshöllinni. Við verðum með glaðning fyrir hlauparana okkar. 

Með þínum stuðning getum við boðið skólum upp námskeið fyrir starfsfólk, þeim að kostnaðarlausu.

Hvað hefur Blátt áfram gert við stuðning frá hlaupurum? Við erum á lokametrunum að framleiða nýtt fræðsluefni fyrir starfsfólk og foreldra.  Með stuðningi þínum höfum við framleitt nýjan 5 skrefa bækling og fræðsluefni sem verður tilbúið í haust með þinni aðstoð.

Baráttukveðjur,

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 4
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
0
0 kr.
4
20.000 kr.
0
0 kr.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur