Stígamót

Safnast hafa 1.187.500 kr.


Stígamót er sjálfseignastofnun sem vinnur gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á stuðningsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir konur og karla sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Undanfarin ár hafa Stígamót veitt þjónustu fyrir fólk á leið út úr vændi. Boðið er upp á ráðgjöf og þátttöku í sérsniðnum sjálfshjálparhópum og halda úti sérstakri símarlínu fyrir fólk í kynlífsþjónustu til þess að undirstrika að hvers kyns verslun með fólk er kynferðisofbeldi. Kristínarsjóður var stofnaður í minningu Stígamótakonu og er ætlaður konum sem eru á leið út úr vændi og/eða mansali og vilja byggja sig upp á nýjan leik. Úr sjóðnum höfum við veitt einstökum konum fjárhagsaðstoð á krítískum augnablikum og stundum hefur sá stuðningur skipt sköpum fyrir þær. Í sjóðnum er nú lítið fjármagn og hópur fólks vill safna áheitum í sjóðinn með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu.
Heimasíða samtakanna er stigamot.is.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 367
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
130
274.000 kr.
222
880.000 kr.
15
33.500 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 62
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur