Parkinsonsamtökin á Íslandi

Safnast hafa 1.486.787 kr.

Árið 2017 er tímamótaár hjá Parkinsonsamtökunum því þá eru liðin 200 ár síðan að fyrsta vísindaritgerðin um sjúkdóminn kom út. Höfundur hennar var Dr. James Parkinson sem sjúkdómurinn var síðar nefndur eftir og fæðingardagur hans, 11. apríl, er alþjóðadagur Parkinsonsjúkdómsins.

Parkinsonsamtökin ætla að nýta þetta tímamótaár til að auka vitund um sjúkdóminn og um leið leggja grunn að bættri þjónustu fyrir fólk með Parkinson.

Parkinsonamtökin á Íslandi voru stofnuð árið 1983. Markmið samtakanna eru meðal annars að aðstoða parkinsongreinda og aðstandendur þeirra, veita fræðslu, styðja við rannsóknir vegna parkinsonveiki og vera sameiginlegur vettvangur félagsmanna.

Parkinsonsamtökin standa fyrir öflugu félagsstarfi yfir vetrartímann með reglulegum félagsfundum, jafningjastuðningsfundum og kóræfingum. Samtökin standa einnig fyrir ýmsum námskeiðum og eru með fræðslu og útgáfustarfsemi um málefni félagsmanna.

Samtökin eru vettvangur fyrir fólk með Parkinsonsjúkdóminn og aðstandendur til að hittast og ræða við fólk í sömu sporum og veita gagnkvæman stuðning. Heimasíða samtakanna er: www.parkinson.is.

Parkinsonsamtökin bjóða öllum hlaupurum til móttöku fimmtudaginn 17. ágúst milli kl. 16 og 18  í Hátúni 10, 1. hæð.

Gunnar Páll Jóakimsson, íþróttafræðingur, heldur fyrirlestur um undirbúning fyrir hlaup kl. 17.00. Gunnar Páll er þaulreyndur hlaupari og þjálfari. Hann var landsliðsmaður í hlaupagreinum frá frá 400m upp í 5000m og hefur þjálfað hlaupahópa og afreksfólkið Anítu Hinriksdóttur og Kára Stein Karlsson.

Boðið verður upp á léttar veitingar og allir hlaupararnir fá glaðning, Parkinsonbol eftir Hugleik Dagsson, til að nota í hlaupinu.

Hvatningarstöð Parkinsonsamtakanna verður á Suðurströnd, við sundlaug Seltjarnarness. Við hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna og hvetja áfram hlauparana okkar.

Við viljum hvetja hlauparana til að minna vel á sig á samfélagsmiðlum og meðal vina og ættingja og safna áheitum, því margt smátt gerir eitt stórt.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 321
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
86
203.000 kr.
221
1.252.787 kr.
14
31.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 54
Næsta 

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur