Styrktarsjóður Eyþórs Hannessonar

Safnast hafa 1.216.000 kr.

Eyþór Hannesson er 65 ára hlaupari og náttúruverndarinni en hann er best þekktur sem frumkvöðull á Íslandi þegar kemur að svokölluðu „plokki“ sem er iðja sem sameinar holla hreyfingu og ruslatínslu. Síðastliðin tvö ár hefur Eyþór glímt við erfið veikindi en sumarið 2018 greindist hann með flöguþekjukrabbamein í kjálka og hefur í kjölfarið farið í tvær erfiðar aðgerðir, geislameðferðir og lyfjameðferðir. Einnig fór hann til Noregs í geislameðferð eftir að krabbmein hafði fundist á bak við annað augað. Því miður hafa þessi inngrip ekki náð að stöðva útbreiðslu krabbameinsins og heldur því baráttan áfram. Styrktarsjóðurinn er hugsaður til þess að létta undir álaginu í þessu erfiða verkefni. 

Við viljum hvetja þá sem vilja vera með að skrá sig á Facebook síðu sjóðsins.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 218
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
71
211.000 kr.
140
982.000 kr.
7
23.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 37
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur