Félag fósturbarna

Safnast hafa 0 kr.

Fósturheimilabörn, félag fósturbarna eru samtök uppkominna og núverandi fósturbarna á Íslandi. Markmið félagsins er að uppkomin fósturbörn fái sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar í fósturkerfinu og að félagið gegni ráðgjafahlutverki hjá barnaverndaryfirvöldum. Hlutverk félagsins er að vera vettvangur fyrir uppkomin fósturbörn til að miðla af reynslu sinni og upplifunum til þess að rödd þeirra heyrist og sé nýtt til betrunar fósturkerfisins. Félagið hefur undanfarna 18 mánuði tekið þátt á ráðstefnum og vinnufundum Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytisins um málefni barna.

Skrifstofa félagsins opnar í ágúst og þarf félagið nauðsynlega á styrkjum almennings að halda til að sinna mikilvægum verkefnum sínum fyrir málefnið en aldrei áður hefur slíkt félag verið starfrækt í íslenskri sögu, fósturmálum til mikilla trafala. Félagið hefur opnað nýja heimasíðu, Fosturborn.is, þar sem hægt er að kynna sér félagið, senda fyrirspurnir, finna upplýsingar um reikning félagsins fyrir styrki, uppkomin fósturbörn skráð sig í félagið og fleira.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur