Tourette-samtökin á Íslandi

Safnast hafa 11.000 kr.

Tourette-samtökin voru stofnuð haustið 1991. Stofnaðilar voru 40, en nú tæpum 30 árum síðar, eru um 300 félagsmenn í samtökunum. Yfirleitt tilheyrir ein fjölskylda hverjum félagsmanni, sama hvort einn í fjölskyldu er með Tourette eða fleiri.

Tourette-samtökin eru undir hatti bæði Öryrkjabandalags Íslands og Umhyggju. Sem aðildarfélag Umhyggju eru þau einnig aðili að Sjónarhóli sem er ráðgjafarmiðstöð fyrir aðstandendur barna og unglinga sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða.

Tourettesjúkdómur (TS, e. Tourette syndrome) er taugasjúkdómur, sem stafar af ójafnvægi á boðefnaflæði í heila. Helstu einkenni eru svonefndir kækir, sem eru tilgangslausar en óviðráðanlegar endurteknar hreyfingar eða hljóð. Einnig fylgja TS oft áráttu- og þráhyggjueinkenni (OCD) og einkenni athyglisbrests og ofvirkni (ADHD). Tíðni TS er um 0,6%. Tourette er arfgengur sjúkdómur sem ekki er hægt að lækna, en oftast er hægt að halda einkennum í skefjum með lyfjum, þótt þess gerist ekki alltaf þörf. TS er í flokki kækjaraskana, hinar tvær eru krónísk kækjaröskun og tímabundin kækjaröskun. Greint er á milli þessara þriggja kækjaraskana eftir gerðum kækja (hreyfikækir eða radd-,tal-,söng-/hljóðkækir, eða hvort tveggja) og þeirri tímalengd sem kækir hafa sýnt sig.

Tourette-samtökin eru með síðu á Facebook einnig eru þar starfandi hóparnir Tourette-foreldrar fyrir foreldra barna með TS og Tourette-Ísland fyrir full­orðna með TS.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 4
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
0
0 kr.
2
6.000 kr.
2
5.000 kr.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur