Gjöf til allra kvenna

Safnast hafa 34.000 kr.

Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og fagnar því 90 árum á þessu ári.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ), er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd og 154 kvenfélög sem telja tæplega 5000 félaga.

Í tilefni 90 ára afmælisins í ár munu kvenfélög um land allt standa fyrir söfnun.

Kvenfélagskonur safna fyrir tækjum og hugbúnaði honum tengdum, sem kemur til með að gagnast öllum konum um landið allt. Um er að ræða mónitora og ómtæki, nýja eða uppfærða eftir því sem við á og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landspítalans.

Þau munu nýtast öllum konum á Íslandi, hvort sem er við meðgöngu og fæðingu, eða skoðana vegna kvensjúkdóma. Tækin sem safnað verður fyrir geta aukið öryggi í greiningum og í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að senda þurfi konur á milli landshluta vegna ýmissa óvissuþátta. Sjá nánar hér að neðan.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tileinkað árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum og það er okkur því sérstakt gleðiefni að safna tækjum sem nýtast þessum starfsstéttum.

Kvenfélagskonur hafa stutt við l Landsspítalann frá stofnun hans og staðið fyrir söfnunum á peningum og tækjum sem hafa komið sér vel fyrir fjölmarga þegna landsins.

Nánar um söfnunina: https://kvenfelag.is/sofnun-2020

Nú getur þú hlaupið og styrkt söfnunina.  

Kvenfélagskonur þakka þér stuðninginn. 

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 14
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
6
14.000 kr.
8
20.000 kr.
0
0 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur