Krabbavörn Vestmannaeyjum

Safnast hafa 52.000 kr.

Krabbavörn er góðgerðarfélag sem hefur það hlutverk að styðja við þá einstaklinga sem greinast með krabbamein í Vestmannaeyjum og aðstandendur þeirra.

Félagið hefur það að markmiði að berjast í hvívetna gegn krabbameini með forvörnum og hvers kyns stuðningi. Aðsetur félagsins er í Arnardrangi og þangað geta einstaklingar og astandendur leitað til og fengið hvers kyns stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

Eitt af mikilvægustu markmiðum Krabbavarnar er að styðja fjárhagslega við þá einstaklinga sem glíma við krabbamein. Fjárhagsleg byrgði þeirra sem veikjast er mikil og þá ekki síst þeirra sem búa á landsbyggðinni, því er mikilvægt að svæðafélag eins og Krabbavörn geti ræktað hlutverk sitt af alúð og með dyggri aðstoð samfélagsins.

Við hjá Krabbavörn Vestmannaeyjum þökkum kærlega fyrir ómetanlegan stuðning við starf félagsins í gegnum árin og óskum hlaupurum góðs gengis.

 

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 10
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
1
2.000 kr.
8
45.000 kr.
1
5.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur