Styrktarfélag barnaheimilisins HRH

Safnast hafa 187.000 kr.

Haven Rescue home er heimili fyrir ungar mæður á aldrinum 12-20 ára staðsett í Kenýa. Heimilið er stofnað og rekið af Önnu Þóru Baldursdóttir og er alfarið rekið á styrkjum frá Íslandi.

Markmið heimilisins er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inná heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar.

Með þessu móti er vítahringur fátæktar brotin, en flestar þessara stúlkna koma frá fjölskyldum sem hafa alla tíð búið við fátækt. Þessi lausn veitir mæðrum og börnum  það einstaka tækifæri að fóta sig saman í lífinu.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 48
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
13
42.000 kr.
31
135.000 kr.
4
10.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 8
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur