Votlendissjóðurinn

Safnast hafa 2.000 kr.

Skilgreint hlutverk Votlendissjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga. Sjóðurinn er sjálfseignastofnun, stundar ekki atvinnurekstur, hann er með stjórn og fagráð og er ekki rekinn í hagnaðarskyni. 

Verndari Votlendissjóðsins er: Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson

Eina verkefni Sjóðsins er að stöðva framræsingu á Votlendi á Íslandi allt fé sem safnast til sjóðsins fer í það verkefni https://votlendi.is/fjorar-leidir-endurheimtar/

Votlendissjóðurinn er hefur það hlutverk að vera milliliður milli þeirra sem eiga framræst land og vilja endurheimta það og þeirra sem vilja leggja til fjármagn eða vinnu til að láta endurheimta votlendi. Framkvæmdaaðilar geta lagt til tæki og mannskap. Votlendissjóðurinn skipuleggur framkvæmdir, tryggir að losun sé stöðvuð og heldur utan um allt ferlið. Fagráð sér um að þær jarðir sem unnið er með séu raunverulega með votlendisjarðveg og að framkvæmdir séu faglega unnar.

Með endurheimt votlendis er leitast við að færa land í átt til fyrra horfs og skapa lífsskilyrði fyrir gróður og dýralíf sem áður ríkti.

Skilyrði þess er að vatnsbúskapur á svæðunum verði í líkingu við það sem áður var. 

Með tímanum ætti endurheimt votlendi að binda kolefni í stað þess að losa það út í andrúmsloftið og önnur virkni að færast til fyrra horfs.

Líta má á endurheimt sem lið í almennri náttúru- og landslagsvernd. 

Endurheimt getur aukið útivistargildi svæða. Þau verða áhugaverðari til fuglaskoðunar og skilyrði geta skapast til veiða á fugli og fiski.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 1
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
0
0 kr.
1
2.000 kr.
0
0 kr.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur