Snarrótin

Safnast hafa 0 kr.

Snarrótin – samtök um skaðaminnkun og mannréttindi er félag áhugafólks um opið samfélag, upplýsingafrelsi og nýjar leiðir í fíknivörnum.

Allt frá stofnun árið 2012 hefur félagið unnið fyrst og fremst að því að efla mannréttindamiðaða umræðu um vímuefnamál og gagnrýna ríkjandi bannstefnu.

Við byggjum á gagnreyndum aðferðum og leitumst við að varpa ljósi á hvað hefur sýnt sig að virkar, og virkar ekki, til að draga úr skaðsemi vímuefna án þess að brjóta gegn réttindum einstaklinga. Við viljum leggja okkar hönd á plóg til að breyta lagaumhverfi þannig að veikt fólk fái viðeigandi meðferð í stað refsingar.

Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum. Fólk framar stefnu eru okkar einkennisorð!

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur