Vinir Bjarka

Safnast hafa 0 kr.

Bjarki er 9 ára lífsglaður strákur sem er greindur með CP (Cerebral Palsy).  Bjarki er fjölfatlaður og þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir. Þrátt fyrir allar þessar hindranir er Bjarki með eindæmum glaður og skemmtilegur strákur sem nýtur þess að lifa sínu lífi eins og hann kann best.

Nú er svo komið að framundan eru umfangsmiklar og nauðsynlegar breytingar á heimili Bjarka sem munu auka lífsgæði hans til muna.  Einnig þarf að kaupa sérútbúna bifreið sem mun breyta miklu fyrir Bjarka og hans fjölskyldu.

Tilgangur þessa hóps er að létta undir með fjölskyldunni í þeim kostnaðarsömu verkefnum sem framundan eru vegna sérþarfa Bjarka. Við hvetjum alla sem vilja styðja við Bjarka okkar, til að heita á hetjurnar sem hlaupa í Reykjarvíkurmaraþoni fyrir stuðningshópinn „Vinir Bjarka“. Allir sem vilja leggja málefninu lið með því að hlaupa í Reykjarvíkurmaraþoninu eru hjartanlega velkomnir í hópinn.

Hér er hlaupahópurinn hans Bjarka á facebook: https://www.facebook.com/groups/2223000214420136/

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur