Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar

Safnast hafa 456.000 kr.

Baldvin Rúnarsson fæddist á Akureyri 15. janúar 1994. Hann lést á heimili sínu 31. maí 2019 eftir rúmlega fimm ára baráttu við krabbamein í höfði.

Sumarið 2016 gerði Baldvin sér lítið fyrir þegar hann hljóp 21 km í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnaði meira en einni og hálfri milljón fyrir gott málefni. Í ár er hægt að hlaupa fyrir Minningarsjóð Baldvins.

Tilgangur Minningarsjóðs Baldvins er að halda minningu hans á lofti og styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála í anda Bassa Rú.

Frá stofnun hans hafa eftirtaldir aðilar fengið gjafir úr sjóðnum:

1. NorðanKraftur kr. 500.000,-
2. Minningarsjóður Heimahlynningar Akureyri kr. 500.000,-
3. DM Félagið kr. 200.000,-
4. Líkamsræktaraðstaða í Hamri Félagsheimili Þórs á Akureyri 
5. Sjúkrahúsið á Akureyri nýr meðferðarstóll kr. 830.000,-
6. Hetjurnar félag langveikra barna á Norðurlandi kr. 1.000.000,-
7. Glerárskóli Akureyri , Cannon myndavél og Marshall ferðahátalari 
8. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis kr. 1.000.000,- Stofnun heilsueflingarsjóðs.

https://www.facebook.com/groups/1357347857750387/ - Þeir sem hlaupa fyrir minningu Baldvins mega endilega bæta sér í þennan hóp á Facebook.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 96
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
20
60.000 kr.
65
350.000 kr.
11
46.000 kr.

Fyrri 
Síða 1 af 16
Næsta 

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur