KSH - Kristilega skólahreyfingin

Safnast hafa 20.000 kr.

Kristilega skólahreyfingin (KSH) er hreyfing fólks sem vinnur að því að sameina kristna nemendur trú þeirra til uppbyggingar og efla þá í að vitna um Jesú Krist í skólanum sem utan skóla.

Hugsjón KSH er  sjá nemendur sameinast í félög lærisveina, umbreytast fyrir kraft fagnaðarerindisins og hafa áhrif í skólunum, kirkjunni og samfélaginu Jesú Kristi til dýrðar. 

Skólahreyfingin er regnhlíf sem nær yfir stjórn hennar og starfmann, aðildarfélögin KSS og KSF, óformlega skólasmáhópa og stuðningsaðila sem styðja starfsemina með bæn og frjárframlögum.

Kristilega skólahreyfingin var stofnuð 27. janúar 1979 af Kristilegum skólasamtökum (KSS), Kristilegu stúdentafélagi (KSF). Í kristilegu fræðslu- og félagsstarfi stofnfélaganna, sem og í smáhópum kristinna nemenda er unnið að markmiðum og hugsjón Skólahreyfingarinnar. Í gegnum tíðina hefur KSH átt í nánu og farsælu samstarfi við KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga.

Skólahreyfingin er frjáls félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Starfið er rekið fyrir styrki stofnana og einstaklinga sem vilja leggja málefninu lið.  Hægt er að gerast reglulegur stuðningsaðili hér - www.ksh.is/gefa

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 4
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
1
5.000 kr.
3
15.000 kr.
0
0 kr.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur