Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis

Safnast hafa 2.000 kr.

Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir alla fullorðna þolendur ofbeldis, burt séð frá kyni. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. 

RÁÐGJÖF, STUÐNINGUR OG FRÆÐSLA

  • Bjarkarhlíð býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi.  Hjá Bjarkarhlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta er undir sama þaki með það að marki að auðvelda þolendum að leita aðstoðar. 
  • Bjarkarhlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi og á þeirra forsendum. Veitt verður samhæfð þjónusta fyrir brotaþola ofbeldis sem samstarfsaðilar veita ásamt þremur föstum starfsmönnum Bjarkarhlíðar.
  • Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf verður i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu.
  • Markmiðið Bjarkarhlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis. Ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarkarhlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Fjöldi Framlaga: 1
Fjöldi áheita
Samtals upphæð
0
0 kr.
1
2.000 kr.
0
0 kr.

Samfélagsmiðlar - #hlaupastyrkur