Tengi #3044

Vegalengd 191 km

Starfsmenn Tengis hlaupa þetta árið til styrktar DM félaginu, en félagið er hagsmunafélag sjúklinga með DM sjúkdóminn (Myotonic dystrophy) og aðstandendur þeirra. Ástæðan fyrir því að við hlaupum til styrktar DM félaginu er að þessi sjúkdómur stendur okkur nærri. Það eru ekki margir sem vita um tilvist þessa fjölskyldusjúkdóms og við viljum leggja okkar af mörkum til að vekja athygli á sjúkdómnum og um leið hjálpa félaginu að vinna að þeim markmiðum sem það hefur sett sér. Sjúkdómurinn er oftast kallaður DM en á íslenskri tungu hefur hann hlotið heitið spennuvisnun. DM er erfðasjúkdómur og er algengasti vöðvavisnunarsjúkdómurinn í fullorðnum. Sjúkdómurinn er fjölkerfa sjúkdómur sem hefur áhrif á marga hluta líkamans. Vegna fjölkerfaáhrifa sjúkdómsins þarfnast einstaklingar með hann mikils aðhalds, en þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi fyrst verið greindur árið 1903 þá eru lítil sem engin úrræði til staðar fyrir sjúklinga hér á landi. Engin lækning er til fyrir DM og aðeins er hægt að meðhöndla og milda einkennin hjá þeim sem greinast með sjúkdóminn. Helstu markmið DM félags Íslands er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um DM á íslensku, stuðla að aukinni þekkingu fagfólks í nánasta umhverfi sjúklinga ásamt því að koma af stað vettvangi þar sem bæði aðstandendur og sjúklingar geta kynnt sér úrræði og leitað sér aðstoðar. Fyrir þá sem hafa áhuga bendum við á heimasíðu félagsins www.myotoniciceland.is þar sem nýbúið er að setja inn greinargóðar upplýsingar um sjúkdóminn. Með fyrirfram þökk og von um stuðning. Starfsfólk Tengis

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir DM félag Íslands
Markmiði náð500.000kr.
121%
Samtals safnað 606.000kr.
Áheit á hópinn 141.000kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 465.000kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.

Hlauparar í hópnum

Hefur safnað 190.000 fyrir
100%
Hefur safnað 66.000 fyrir
Hefur safnað 27.000 fyrir
Hefur safnað 20.000 fyrir
Hefur safnað 19.000 fyrir
Hefur safnað 15.000 fyrir
1 2 3 
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Nafnlaus

  10.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Kristján Sveinsson

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Nafnlaus

  63.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Nafnlaus

  3.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Nafnlaus

  10.000kr.

  Takk fyrir frábært framtak.
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:15

Skilaboð til keppanda