Gleymum ekki gleðinni #3793

Distance 379 km

Við erum hlaupahópurinn gleymum ekki gleðinni og í ár er þetta þriðja skiptið sem við hlaupum til styrktar Alzheimersamtökunum. Hópurinn var stofnaður eftir að Stefán Hrafnkelsson greindist með Alzheimersjúkdóminn, þá 58 ára gamall og höfum við fjölskyldan og vinir hlaupið saman síðastliðin ár. Alzheimersamtökin hafa unnið mjög gott starf og á þessu ári var stofnuð deild innan samtakanna fyrir unga einstaklinga með Alzheimer og aðstandendur þeirra. Hópurinn hefur hist reglulega og haft mikinn stuðning hvert af öðru. Það er er dýrmætt að kynnast fólki í sömu aðstæðum og í ár fögnum við því að þessi hópur ætlar að bætast í hlaupahópinn okkar, en það eru auk Stefáns, Ellý, Jónas, Steinþór, Gunnlaugur, Eiríkur og fjölskyldur og vinir þeirra. Það sem við leggjum áherslu á er að þó svo minnið láti undan síga er mikilvægt að gleyma ekki gleðinni. Við hverjum alla sem eiga tök á að styrkja okkur og þetta flotta málefni.

Anyone can donate to the charities chosen by the runners of the Islandsbanki Reykjavik Marathon an amount of their choice. By donating you are both encouraging the runners and doing a good deed.

Goal achieved1.000.000kr.
183%
Total donations 1.827.850kr.
Donations to this group 10.000kr.
Donations to individuals in this group 1.817.850kr.
Please note that the group itself and the individuals in the group can be collecting donations for two different charities. All donations collected by individuals in the group go to their chosen charity. Donations made to the group go to the groups chosen charity.

Runners in the group

1 2 3 4 
Status
New donations
For 2 months since

  • Ég heiti Guðrún.

    10.000kr.

    Áfram þið.

Samtals áheit:1

Comments
Fyrir 2 mánuðum síðan

kveðja

Kærar þakkir fyrir stuðninginn, við bendum á facebooksíðu hlaupahópsins: https://www.facebook.com/Alzheimersamtokinhlaupahopur/. Minnum á móttöku fyrir hlaupara sem verður 21.ágúst kl. 16:30 Hátúni 10. Sjáumst hress og gangi þér vel á laugardaginn!

19 ágú. 2019
Alzheimersamtökin