Vinir Fanneyjar #1817

Distance 386 km

Vinir Fanneyjar ætla hlaupa fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag og það óeigingjarna starf sem félagið hefur unnið síðan 2013 þegar það var stofnað. Það er lífsreynsla sem engum er hægt að óska að missa barnið sitt, það gerist þó og gerir oft engin boð á undan sér. Það er því ótrúlega fallegt hversu vel er haldið utan um foreldra sem missa. Án þess að hafa verið í þessum aðstæðum þá er erfitt að skilja hversu erfitt er að kveðja barnið sitt. Kælivöggurnar sem Gleym-mér-ei gaf eru ómetanlegar á þessari stundu en það er ótrúlega dýrmætt að geta eytt lengri stund með litla krílinu sínu. Minningarkassinn sem félagið gefur er ekki síður mikilvægur, en það undirbýr sig enginn fyrir þessari óvægnu útkomu. Því geta fallegar minningar hjálpað mikið til þess að sigrast á þessari miklu sorg. Fanney Karlsdóttir fæddist 18 Janúar 2019 eftir 32 vikna meðgöngu. Fæðingin gekk vel en litla stúlkan okkar náði sér ekki á strik eftir að hún fór úr öruggu skjóli móður sinnar. Hjartgalli orsakaði að hún náði ekki upp súrefnismettun í blóðinu og því lést hún síðar um morguninn í faðmi foreldra sinna. Af þessari litlu stúlku er mikill söknuður, það var því ákveðið af vinum hennar Fanneyjar og foreldrum að stofna þennan hlaupahóp. Allir vinir Fanneyjar eru hjartanlega velkomnir að hlaupa með okkur í Reykjavíkur maraþoninu og styðja í leiðinni við þetta mikilvæga starf hjá Gleym-mér-ei Styrktarfélagi. Ást og þakkir

Anyone can donate to the charities chosen by the runners of the Islandsbanki Reykjavik Marathon an amount of their choice. By donating you are both encouraging the runners and doing a good deed.

Goal achieved500.000kr.
258%
Total donations 1.291.000kr.
Donations to this group 53.000kr.
Donations to individuals in this group 1.238.000kr.
Please note that the group itself and the individuals in the group can be collecting donations for two different charities. All donations collected by individuals in the group go to their chosen charity. Donations made to the group go to the groups chosen charity.
Status
New donations
For 2 months since

 • SMS Donation

  2.000kr.

  Donation was made by SMS
 • Valdi og Katrín

  5.000kr.

  Glæislegt hjá ykkur.
 • Steinunn

  5.000kr.

 • Guðni Kristinsson

  3.000kr.

  Frábær árangur. Gangi ykkur vel.
 • Tóta

  2.000kr.

  Donated using credit card
 • Unnur

  2.000kr.

  Í minningu Fanneyjar <3
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:13

Comments