Jæja, þá höfum við loksins tekið ákvörðun um að taka þátt á laugardaginn (Daníel og Sonja fara hálft maraþon og ég og Anna förum 10km). Vorum bara að bíða eftir áreiðanlegri veðurspá. Við munum hlaupa fyrir Gleym-mér-ei, styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Það er mikil þolraun að ganga í gegnum slíkan harmleik sem sá missir felur í sér sem Elísabet frænka okkar og maður hennar þurftu að ganga í gegnum í vetur. Því bindum við vonir við að þið heitið á okkur þó stutt sé í hlaup. Við hlaupum með hópnum Vinir Fanneyjar.
Anyone can donate to the charities chosen by the runners of the Islandsbanki Reykjavik Marathon an amount of their choice. By donating you are both encouraging the runners and doing a good deed.