Arna Guðjónsdóttir #3499

Distance 10km

Ég greindist með krabbamein í nefholi þegar ég var 14 ára, þann 20. júlí 2017, daginn eftir að systir mín varð 9 ára. Eftir greininguna fór ég í skurð til að setja upp lyfjabrunn, vikuna eftir það tóku við lyfjameðferðir í 9 vikur og svo geislar frá fyrstu vikunni í október og að 22. nóvember. Ég varð svo veik á tímabili að ég gat ekki talað, né opnað munninn, það var í kring um 15 ára afmælið mitt, ég notaði símann minn til að tjá mig og stakk engu upp í mig. Ég horfði mikið á Foodnetwork og allan þann tíma sem ég gat ekki borðað langaði mig bara í rækjur, mér hefur aldrei fundist þær góðar en "Pioneer woman" lét þær líta rosa vel út ;) Ég missti af ca. 3 mánuðum úr 10.bekk í Garðaskóla. Sem betur fer átti ég marga góða vini og frábæra fjölskyldu svo að ég fór ekki í gegn um þetta ein. Markmiðið mitt er að ná að hlaupa 10km í Reykjavíkur maraþoninu, en nú í dag get ég ekki hlaupið út á strætóstoppistöð án þess að detta niður úr þreytu (bara aðeins ýkt;)) Takk fyrir að styrkja mig<3

Anyone can donate to the charities chosen by the runners of the Islandsbanki Reykjavik Marathon an amount of their choice. By donating you are both encouraging the runners and doing a good deed.

Total donations 913.000kr.
Status
New donations
For 2 months since

 • Rebekka Líf Ingadóttir

  5.000kr.

  MY QUEEN!!!!
 • Áki og Hilma

  5.000kr.

  Donated using credit card
 • SMS Donation

  5.000kr.

  Donation was made by SMS
 • Anonymous

  25.000kr.

  Anonymous donation
 • Anonymous

  1.000kr.

  Anonymous donation
 • Bjarni og Fanney

  5.000kr.

  Donated using credit card
Fyrri 
Síða 1 af 30
Næsta 

Samtals áheit:179

Comments
Fyrir 2 mánuðum síðan

Áfram Arna!

Þú átt svo eftir að snýta þessu hlaupi, elsku bezta Arna stjarna. Komaso! 💪

23 ágú. 2019
Sísi E & Grjóni

Takk!

Kæra Arna. Takk fyrir að láta áheit á þig í Reykjavíkurmaraþoni renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Við minnum á facebook-hópinn Ég hleyp fyrir SKB í Reykjavíkurmaraþoni og hvatningarstöð félagsins í Ánanaustum á laugardagsmorgun (https://www.facebook.com/events/2470398639908895/). Við biðjum þig líka að kíkja í SKB-básinn á sýningunni FIt & run í Laugardalshöll þar sem við afhendum öllum sem hlaupa fyrir félagið mittistösku í þakklætisskyni. Bestu kveðjur og gangi þér vel!

21 ágú. 2019
SKB