Ég ætla að hlaupa fyrir litlu fóstrin mín og Justin's sem fengu ekki að lifa á jörðinni með okkur og fyrir öll englabörnin sem voru tekin frá foreldrum sínum.
Þá sérstaklega fyrir elsku Hinrik Leó Ragnarsson sem lést 25. október 2018 í móðurkviði. Mamma hans heitir Gréta Rut Bjarnadóttir og er sterkasta kona sem ég þekki og er einnig hörku hlaupari. Pabbi hans Hinriks heitir Ragnar Bragi Sveinsson sem er einnig afreksíþróttamaður í meistaraflokki Fylkis í fótbolta.
Samtökin Gleym Mér Ei aðstoða foreldra að kljást við þann óbærilega sársauka að missa barnið sitt.
Mér þætti vænt um ef þið gætuð heitið á mig eða foreldra hans Hinriks, Grétu og Ragnar, undir nafn Grétu, á þessari vefslóð https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=70403
Litlir fætur marka djúp spor.
Anyone can donate to the charities chosen by the runners of the Islandsbanki Reykjavik Marathon an amount of their choice. By donating you are both encouraging the runners and doing a good deed.