Tengi #3044

Distance 191 km

Starfsmenn Tengis hlaupa þetta árið til styrktar DM félaginu, en félagið er hagsmunafélag sjúklinga með DM sjúkdóminn (Myotonic dystrophy) og aðstandendur þeirra. Ástæðan fyrir því að við hlaupum til styrktar DM félaginu er að þessi sjúkdómur stendur okkur nærri. Það eru ekki margir sem vita um tilvist þessa fjölskyldusjúkdóms og við viljum leggja okkar af mörkum til að vekja athygli á sjúkdómnum og um leið hjálpa félaginu að vinna að þeim markmiðum sem það hefur sett sér. Sjúkdómurinn er oftast kallaður DM en á íslenskri tungu hefur hann hlotið heitið spennuvisnun. DM er erfðasjúkdómur og er algengasti vöðvavisnunarsjúkdómurinn í fullorðnum. Sjúkdómurinn er fjölkerfa sjúkdómur sem hefur áhrif á marga hluta líkamans. Vegna fjölkerfaáhrifa sjúkdómsins þarfnast einstaklingar með hann mikils aðhalds, en þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi fyrst verið greindur árið 1903 þá eru lítil sem engin úrræði til staðar fyrir sjúklinga hér á landi. Engin lækning er til fyrir DM og aðeins er hægt að meðhöndla og milda einkennin hjá þeim sem greinast með sjúkdóminn. Helstu markmið DM félags Íslands er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um DM á íslensku, stuðla að aukinni þekkingu fagfólks í nánasta umhverfi sjúklinga ásamt því að koma af stað vettvangi þar sem bæði aðstandendur og sjúklingar geta kynnt sér úrræði og leitað sér aðstoðar. Fyrir þá sem hafa áhuga bendum við á heimasíðu félagsins www.myotoniciceland.is þar sem nýbúið er að setja inn greinargóðar upplýsingar um sjúkdóminn. Með fyrirfram þökk og von um stuðning. Starfsfólk Tengis

Anyone can donate to the charities chosen by the runners of the Islandsbanki Reykjavik Marathon an amount of their choice. By donating you are both encouraging the runners and doing a good deed.

Goal achieved500.000kr.
121%
Total donations 606.000kr.
Donations to this group 141.000kr.
Donations to individuals in this group 465.000kr.
Please note that the group itself and the individuals in the group can be collecting donations for two different charities. All donations collected by individuals in the group go to their chosen charity. Donations made to the group go to the groups chosen charity.
Status
New donations
For 3 months since

 • Anonymous

  10.000kr.

  Anonymous donation
 • Kristján Sveinsson

  5.000kr.

  Donated using credit card
 • Anonymous

  63.000kr.

  Anonymous donation
 • Anonymous

  3.000kr.

  Anonymous donation
 • Anonymous

  10.000kr.

  Takk fyrir frábært framtak.
 • SMS Donation

  5.000kr.

  Donation was made by SMS
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:15

Comments