Runners

Jörgen Gauti Sturluson
Supporting Dropinn, the Icelandic charity for children with diabetes
Total collected
Goal
thank you for your support!
Ég greindist með sjálfsónæmissjúkdóm sem heitir sykursýki týpa 1 þegar ég var 6 ára. Ég og mamma og pabbi þurfum að fylgjast með blóðsykrinum mínum alltaf og alltaf þegar ég borða þarf að reikna út hvað eru mörg grömm af kolvetnum í máltíðinni. Þetta er oft mjög flókið og hefur mikil áhrif á líf mitt. Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki er mitt félag. Félagið heldur sumarbúðir sem eru eingöngu fyrir börn með sykursýki og með í sumarbúðirnar koma margir hjúkrunarfræðingar og læknar frá Barnaspítalanum ásamt fleira starfsfólki sem kann að meðhöndla sykursýki. Ég er búinn að fá að fara tvisvar sinnum í sumarbúðirnar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að safna pening fyrir Dropann.
Dropinn, the Icelandic charity for children with diabetes
Dropinn skipuleggur sumarferðir á hverju ári fyrir börn og unlinga með sykursýki sem og samkomur þar sem fjölskyldur barna með sykursýki hittast.
New pledges