Runners

Total collected
Goal
thank you for your support!
Ég ætla að hlaupa til að heiðra minningu Egils Þórs Jónssonar.
Egill lést ungur að aldri eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Baráttan var einnig löng og varði Egill fjölda mánaða í sjúkrahúsavist síðustu árin sín.
Egill hafði einstaklega góða nærveru. Hann var vinur vina sinna, klár og skemmtilegur. Egill skildi eftir sig eiginkonu og tvö ung börn sem eru rétt að byrja lífið. Ef þessi sjóður getur stutt við þau og þeirra drauma þá finnst mér það frábært málefni.
Minningarsjóður Egils Þórs Jónssonar
Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Egil Þór Jónsson. Tilgangur sjóðsins er að: 1. Safna og taka á móti framlögum frá einstaklingum og lögaðilum. 2. Veita fjárhagslegan stuðning til eftirlifandi barna og eiginkonu Egils Þórs vegna hvers konar athafna. 3. Veita styrki til einstaklinga og/eða fjölskyldna sem misst hafa maka eða foreldri í blóma lífsins.
New pledges