Runners

Total collected
thank you for your support!
Annað árið í röð hleyp ég til styrktar Félagið Ísland-Palestína. Það er erfitt að komast hjá því að upplifa vanmátt gagnvart þessum hryllingi sem aðeins versnar, en við getum öll lagt okkar að mörkum. Við getum styrkt góð málefni, mætt í mótmæli og passað upp á að fólkið í kringum okkur sé á réttri hlið sögunnar.
Það er óbærilegt að fylgjast með þessum hörmungum, en á sama tíma er ég þakklát fyrir að við búum á tímum þar sem snjalltæki og internetið opna augu milljóna fyrir því sem raunverulega á sér stað.
Kristján frá Djúpalæk sá það sjálfur þegar hann samdi ljóðið Slysaskot í Palestínu, eitt af mínum uppáhalds ljóðum. Hann gaf það fyrst út árið 1948, mamma mín las það í grunnskóla og enn þann daginn í dag á það við og gefur manni sting í hjartað:
Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg, dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.
Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.
Mín synd er stór. Ó systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.
Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.
The Iceland-Palestine Association
Tökum höndum saman og berjumst fyrir vopnahléi á Gaza og frelsi í allri Palestínu! Félagið Ísland – Palestína styður baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti og rétti palestínsks flóttafólks til að hverfa aftur til síns heimalands.
New pledges
















