Runners

Total collected
Goal
thank you for your support!
Ég heiti Guðrún Ásta og ætla að hlaupa 10 km fyrir Bergið headspace. Eftir mikil áföll hjá mér og fjölskyldunni minni sérstaklega árið 2024, þar sem ég og börnin mín og aðrir aðstandendur okkar höfum nýtt okkur þjónustu og ráðgjöf ýmissa félaga sem væru líklega ekki að geta veitt þá ómetanlegu aðstoð og stuðning sem þau gera án þess að fá styrki í gegnum Reykjavíkur maraþonið. Þar sem ég er svo þakklát fyrir þessi félög ákvað ég í vor, ofur peppuð nýbúin að klára jógakennaranám, að drífa mig upp úr sófanum og ná að hlaupa 5 km og svo þegar það náðist og rúmlega það ákvað ég að hlaupa 10 km og safna áheitum fyrir gott málefni. Það var erfitt að velja félag til að hlaupa fyrir því þau eru svo mörg sem sinna ómetanlegu starfi en Bergið headspace varð fyrir valinu. Bergið headspace sinnir mikilvægu starfi fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára þar sem þau fá þjónustuna án endurgjalds. Það er mikilvægt fyrir ungt fólk sem vill leita sér ráðgjafar og stuðnings að fá þjónustuna fría því það getur verið mikil hindrun að leita sér aðstoðar ef það kostar, sbr að einn tími hjá margs konar ráðgjöfum kostar í kringum 25 þúsund krónur.
Bergid headspace
Bergið headspace er ráðgjafa og stuðningsþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi 12-25 ára. Bergið er staðsett á Suðurgötu 10 í Reykjavík sem og í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Akureyri. Bergið býður einnig upp á fjarþjónustu. Þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni og án takmarkana, það er ungmenna geta komið og fengið ráðgjöf og stuðning um hvað það er sem þau vilja ræða um.
New pledges













