Runners

Bryndís Ýr Andradóttir
Supporting Icelandic Childhood Cancer Organization and is a member of Fyrir naglann okkar Diljá Dís 💪🏻❤️
Total collected
Goal
thank you for your support!

Ég hleyp fyrir bestu vinkonu mína.
Diljá Dís, mín besta vinkona greindist með beinakrabbamein í ágúst 2024. Hún hóf lyfjameðferð í nóvember og lauk sinni síðustu meðferð núna í byrjun ágúst.
Í gegnum þessa lífsbaráttu hefur hún sýnt öllum hve sterk og hugrökk hún er og er hún ein af mínum stærstu fyrirmyndum.
Með þessu hlaupi vil ég sýna henni stuðning og styrkja hana og vona að fleiri vilji vera með hvort sem það er með hlýjum orðum, styrk eða framlögum til góðgerðamála.
Icelandic Childhood Cancer Organization
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Hvatningarstöð félagsins er vestan við Olís-stöðina í Ánanaustum. Sjá viðburðinn: Hvatningarstöð SKB í Reykjavíkurmaraþoni https://www.facebook.com/events/1051078383502754
New pledges