Runners

Total collected
Goal
thank you for your support!
Við upplifum öll erfiðar tilfinningar, við tökumst öll á við erfiða tíma, en það eru ekki öll sem fá þann stuðning eða þá faglegu aðstoð sem þau þurfa á að halda. Bergið er úrræði sem gefur ungu fólki tækifæri til að opna sig í öruggu umhverfi, tala um tilfinningar sínar og fá hjálp við að leysa vandamálin sem þau eru að kljást við - óháð stétt og stöðu í samfélaginu. Hjálpumst að við að hafa hærra um geðheilsu ungs fólks og styðjum þétt við bakið á öfluga starfinu hjá Berginu✊
Bergid headspace
Bergið headspace er ráðgjafa og stuðningsþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi 12-25 ára. Bergið er staðsett á Suðurgötu 10 í Reykjavík sem og í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Akureyri. Bergið býður einnig upp á fjarþjónustu. Þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni og án takmarkana, það er ungmenna geta komið og fengið ráðgjöf og stuðning um hvað það er sem þau vilja ræða um.
New pledges
















