Runners

Total collected
Goal
thank you for your support!
Tenging mín við Nýrnafélagið var ekki nein þangað til ég hitti fyrst tengdamóður mína sem hefur lagt blóð, svita og tár á vogarskálarnar við að efla starf Nýrnafélagsins síðustu ár í kjölfar þess að bróðir hennar greindist með nýrnabilun.
Þetta er félag sem stendur þétt að baki þeim einstaklingum sem á þurfa að halda og hefur staðið sína pligt varðandi fræðslu og aukna vitund um áhættuþátt hás blóðþrýstings. En það má alltaf gera betur og það er yfirlýst markmið Nýrnafélagsins
Ég vil hlaupa til styrktar þessu málefni í þeirri von að þær krónur sem í kassann koma geti létt að eju leyti undir í þungum róðri hvers árs við að veita þá þjónustu sem þörf er á.
Ég hef ekki reimað á mig hlaupaskónna síðan 2007 þegar ég kláraði Glitnis-maraþon. Síðan hafa bankar hrunið og spik hlaupið en Knicks treyjan er klár. 10km mættu teljast ígildi maraþons miðað við mitt hlaupastand en nú siglum við úr höfn. Meiri kol!!
Markmiðið er undir 60mín. Sjáum til
Icelandic Kidney Association
Markmið Nýrnafélagsins er að styðja alla nýrnasjúka og aðstandendur þeirra og einnig að stuðla að forvörnum til að hægja á nýrnabilun. Nýrnafélagið vinnur að því að allir nýrnaveikir fái bestu meðferð sem er í boði hverju sinni. Hjá félaginu fást upplýsingar um sjúkdóma í nýrum og meðferð við þeim. Fréttabréf er gefið út og haldnir eru fræðslu- og skemmtifundir. Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra veitir þeim sem veikjast stuðning. Einnig er starfræktur hópur foreldra nýrnasjúkra barna í tengslum við Umhyggju. Félagið býður upp á tíma hjá fjölskyldufræðingi og hjá næringarfræðingi gjaldfrjálst til allra sinna félaga.
New pledges