Runners

Total collected
Goal
thank you for your support!
Bjarkarhlíð er einstök – bjargvættur og ljós í myrkri.
Starfsfólkið þar er svo miklu meira en einfaldlega starfsmenn – þau eru von, stuðningur og hlustandi hjörtu.
Ég bið ykkur að styðja þessa ómetanlegu starfsemi. Fyrir margar konur eru Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfið eina ljósið í annars dimmum og erfiðum aðstæðum.
Styrkjum þær sem þurfa mest á því að halda. Gefum konum kraft til að halda áfram.
Bjarkarhlíð - family justice center
Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómstólaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017
New pledges
















