Runners

Total collected
Goal
Preferred Payment Method
Ég hleyp 10 km fyrir Bjarkarhlíð í Reykjavíkurmaraþoninu að því ég vil styðja við mikilvæga vinnu þeirra og allt sem þau hafa gert fyrir þolendur ofbeldis.
Bjarkarhlíð veitir öryggi, ráðgjöf og stuðning þegar fólk þarf mest á því að halda. Með þessu hlaupi vil ég vekja athygli á þessu mikilvæga málefninu.
Bjarkarhlíð - family justice center
Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá ráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómstólaráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017
New pledges