Runners

Total collected
Goal
Preferred Payment Method
Fyrir 16 árum ákvað líkami minn, án samráðs við mig, að skrá sig í langtímasamband við MS. Ég var þá 16 ára en nú er ég orðinn 32 ára, sem þýðir að MS hefur fylgt mér helminginn af lífi mínu. Ekki alveg ást við fyrstu sýn, en við höfum lært að búa saman með tímanum.
Í tilefni af þessum merka áfanga ákvað ég að halda upp á hann á nokkuð óvenjulegan hátt: Ég ætla að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar MS félaginu á Íslandi.
MS félagið styður fólk eins og mig með fræðslu og ráðgjöf á öllum stigum sjúkdómsins og hjálpar fólki að lifa með sjúkdómi sem oft á tíðum er ósýnilegur en alltaf til staðar.
Takk fyrir að lesa og takk fyrir að styrkja!
MS-Society of Iceland
MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flest á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
New pledges