Frændi minn Gunnar Þór er með CF. Hann er mjög duglegur og hress og þegar ég passa hann verð ég að muna að minna hann á meðalið hans sem hann þarf að taka í hverri máltíð. Ég vil hlaupa fyrir Andartak félagið hans sem styður við fólk með CF og fjölskyldur þeirra.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.