Framtíð mannkynsins veltur flestu öðru fremur á því að konur hafi sömu réttindi og sömu tækifæri og karlar. Konur og stúlkur eru helmingur mannkyns, en eru engu að síður aðeins lítill minnihluti þess hóps sem mótar stefnuna. Eins og staðan er hafa aðsteðjandi ógnir meiri neikvæð áhrif á líf kvenna en karla. Það gildir t.d. bæði um loftslagshamfarir og COVID-19. Þessi staða tefur enn frekar fyrir því að konur eigi þátt í ákvarðantöku sem varðar framtíð alls mannkyns. Það verður að breytast. UN Women er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Þegar konur njóta sömu tækifæra og karlmenn blómstra samfélög.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.