Þetta er annað árið sem ég ætla að hlaupa fyrir Ljósið. Það er að verða komið ár síðan við misstum mágkonu mína en hún hafði barist hart við krabbamein. Hún og börnin sóttu mikinn styrk í ljosolid og mig langar að gefa þeim tilbaka fyrir þeirra góða starf.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.