Ég hleyp fyrir Ljósið í nafni Karólínu Borgar Sigurðardóttur (Kæju) bestu vinkonu minnar sem lést úr krabbameini fyrir ári síðan. Hún barðist hetjulega í sinni baráttu í fimm ár en þurfti svo því miður að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum.
Hún leitaði mikið til Ljóssins í sinni baráttu.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.