Ég stend við mína 10km leið og strákarnir mínir ætla að hlaupa hetjuhlaupið sitt sem teenage ninja turtles. Við hlaupum saman fyrir Ljósið sem hefur veitt ómetanlegan stuðning fyrir fjölskylduna eftir að mamma/amma greindist með krabbamein í fyrra.
Við hlaupum fyrir mömmu, Ljósið og heilsuna <3
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.