Hanna Margrét Jónsdóttir #3190

Vegalengd 21km

Ég ætlaði að hlaupa mitt annað hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka núna í ágúst 2020 en nú hefur verið hætt við hlaupið eins og flestir vita en ég ætla samt að hlaupa mína leið (hálfmaraþon) sama dag og hlaupið átti að fara fram og ætla að þessu sinni að styrkja Heilabrot-endurhæfingasetur sem er NÝTT endurhæfingarúrræði fyrir fólk með hegðunarvanda eftir heilaskaða. Góður fjölskylduvinur okkar lenti í alvarlegu slysi í mars 2018 og hefur hann með þrotlausri vinnu og stuðningi sinnar nánustu fjölskyldu náð undraverðum bata en þarf mjög nauðsynlega á endurhæfingu að halda sem Heilabrot getur veitt honum og þar með styrkt hann fyrir endurkomu út í samfélagið. Ég yrði afskaplega þakklát ef þið sæjuð ykkur fært að leggja ykkar af mörkum til að styrkja þetta þarfa málefni og hvet ég ykkur til að kynna ykkur Heilabrot www.heilabrot.is

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Heilabrot - Endurhæfingarsetur
Samtals safnað 369.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 1 mánuði síðan

 • Svava

  2.000kr.

  Gott málefni
 • Logi og Bjargey

  5.000kr.

  Flott hjá þér frænka
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Nafnlaus

  5.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Benný

  5.000kr.

  Sjúklega vel gert!
 • Katrín María

  2.000kr.

  langflottust!!
Fyrri 
Síða 1 af 7
Næsta 

Samtals áheit:37

Skilaboð til keppanda