Ég ætla að hlaupa í ár og styrkja Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna í leiðinni. Ég veit af eigin raun hversu mikilvægt er að fá stuðning þegar alvarleg veikindi steðja að og hversu faglegt starf félagið vinnur. Ég vona að vinir og kunningjar heiti á mig og styrki þetta mikilvæga málefni.
Fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn :)
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.