Ég mun í mitt fyrsta skipti hlaupa 42 km og hef ég ákveðið að styrkja Neistann. Ég tengi sjálfa mig við Neistann þar sem ég fæddist með hjartagalla. Ég er ein af þeim heppnu. Hjartað mitt er sterkt og í dag lifi ég heilbrigðu lífi. Lífið er ekki sjálfgefið og vil ég því styrkja Neistann sem hjálpar litlum hjörtum heima á Íslandi.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.