Margrét Ingólfsdóttir #2689

Vegalengd 10 kmD

Sonur minn, Logi Guðnason sem fæddist þann 6. júní 2019 er með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast CAH. Það ferli sem við gengum í gegnum með Loga var mikið áfall og lærdómsferli sem við bjuggumst ekki við að þurfa að ganga í gegnum. Við erum afar lánsöm, því hann getur lifað góðu lífi með sjúkdóminn með góðu eftirliti og daglegum lyfjagjöfum. En það er fyrst og fremst frábæru heilbrygðisstarfsfólki að þakka og þeim stuðningi sem við höfum fengið að við erum í dag öruggari að fást við sjúkdóminn og styðja Loga. Það býst enginn við því að eignast langveikt barn og þess vegna er ómetanlegt að geta leitað stuðnings til samtaka eins og Einstakra barna. Það er eflandi að finna drifkraftinn og stuðninginn frá Einstökum börnum og ég er stolt af því að fá að tilheyra þessum frábæru samtökum í gegnum Loga. Mig langar til að vekja athygli á Einstökum börnum og gefa til baka það sem ég get til þeirra, með ykkar hjálp.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 26 dögum síðan

 • Hjörtur Ingvi og Ingrid

  5.000kr.

  Virkilega flott framtak og gott málefni .9
 • Árni og Kristín

  3.000kr.

  Áfram Magga!
 • Sigríður Sigurðardóttir

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Stína og Helgi

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Hrefna

  5.000kr.

  Dugleg!
 • Fjöllan

  3.000kr.

  Árangur áfram - ekkert stopp!
Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Samtals áheit:19

Skilaboð til keppanda
Fyrir 1 mánuði síðan

Kæri hlaupari

Í ljósi stöðunnar sem upp er komin í samfélaginu þurfti að endur útfæra fyrirhugað hlaup í sóttvarnarstíl. Nýja útfærsla hlaupsins í ár er „Þitt eigið maraþon“ en það felur í sér að þú hleypur þína vegalengd á þeim stað sem þú kýst og safnar áheitum eins og áður. Þitt framlag er okkur gríðarlega mikilvægt og viljum við því þakka þér fyrir að leggja þitt fingrafar á okkar og leggja okkur lið í söfnuninni í ár. Þín leið – okkar styrkur

10 ágú. 2020
Einstök börn

Logi

Áfram Magga mín, flott hjá þér!

16 júl. 2020
Amma Þóra

sms áheit

gangi þér vel

16 júl. 2020
Ásta Sigurðardóttir