Súsanna Sif Jónsdóttir #2646

Vegalengd 10km Hópur D

Ég heiti Súsanna og er 28 ára. Ég greindist með sjaldgæft eitilfrumukrabbamein árið 2017. Við tók samsett lyfjameðferð og síðar geislameðferð, en ekki er hægt að lækna það að fullu. Ég hljóp fyrir Kraft árið 2017 því ég vissi ekki hvenær ég gæti hlaupið aftur. Mig hefur langað að taka þátt aftur síðan þá og ætla því ekki að láta kófið stoppa mig! Ég mun því hlaupa mína eigin leið og ætla að reyna við 10 km í ár! Kraftur hefur reynst mér og fjölskyldu minni gríðarlega vel. Þau hafa veitt okkur stuðning frá byrjun. Alltaf gat ég reitt mig á Kraft í hagsmunabaráttu minni sem dró úr mér allan þrótt. Þegar ég get ekki barist meira þá berst Kraftur fyrir mig. Áheitin sem safnast fara í neyðarsjóð Krafts. Hann er ætlaður þeim sem hafa þurft að mæta gríðarlegum kostnaði vegna veikinda sinna. Við unnusti minn höfum sjálf fengið úthlutað úr neyðarsjóði Krafts þegar kostnaðurinn varð okkur ómögulegur. Við verðum að eilífu þakklát.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmið 50.000kr.
90%
Samtals safnað 45.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 1 mánuði síðan

 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Nafnlaus

  10.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Kizi

  10.000kr.

  Þú ert kraftaverk, fyrirmynd og hetja
 • Jón

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Sandra

  10.000kr.

  Áfram duglega þú
 • Súsanna Sif Jónsdóttir

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:8

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum

Sæl Súsanna, við hjá Krafti viljum þakka þér fyrir að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu 2020. Okkur langar að benda þér á hlaupahópinn okkar Hlauptu af Krafti 2020 en þar munum við setja inn allar helstu upplýsingar sem tengjast hlaupinu. Þeir sem hlaupa fyrir okkur fá fallega hlaupaboli merkta Krafti, ásamt smá glaðningi frá félaginu og hægt verður að nálgast þá í Laugardalshöllinni á Skráningarhátíðinni 20. og 21. ágúst. Hlökkum til að sjá þig Kraftsliðið

16 júl. 2020
Kraftur, stuðningsfélag