Hjalti Kolbeinsson #2569

Vegalengd 42.2km

Ingi Björn var hetja í orðsins fyllstu merkingu. Hann var yndislegur maður sem kunni að lifa lífinu. Þegar hann greindist fyrst með krabbamein í heila einungis 20 ára gamall, tók hann því með ótrúlega miklum þroska og æðruleysi. Hann lét það ekki slá sig niður heldur var ákveðinn í að berjast og vera glaður. Og hvort hann gerði! Hann vann baráttuna og hélt áfram að njóta lífsins til botns. 8 árum seinna þegar allir voru vissir um að þetta kæmi ekki aftur þar sem þetta hafði ekki komið eftir 5 ár, kom meinið aftur. Aftur tók hann þessu af yfirvegun og vann baráttuna aftur! En því miður kom meinið í þriðja sinn og nú af meiri krafti en fyrr og í beinu framhaldi af öðru skiptinu. Honum voru gefnar nokkrar vikur til að lifa, en hann lét það ekki stoppa sig og barðist hetjulega í hálft ár! Ég hleyp fyrir Inga Björn. Kraftur og Ljósið hjálpuðu mikið og vil ég því gera það litla sem ég get til að styrkja Kraft. ÁFRAM TEAM INGI!!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Grétar

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • CCP

  10.000kr.

  Go Hjalti!

Samtals áheit:3

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum

Sæll Hjalti, við hjá Krafti viljum þakka þér fyrir að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu 2020. Okkur langar að benda þér á hlaupahópinn okkar Hlauptu af Krafti 2020 en þar munum við setja inn allar helstu upplýsingar sem tengjast hlaupinu. Þeir sem hlaupa fyrir okkur fá fallega hlaupaboli merkta Krafti, ásamt smá glaðningi frá félaginu og hægt verður að nálgast þá í Laugardalshöllinni á Skráningarhátíðinni 20. og 21. ágúst. Hlökkum til að sjá þig Kraftsliðið

14 júl. 2020
Kraftur, stuðningsfélag