Eva Björg Óskarsdóttir #2566

Vegalengd 10 kmA

Ég ætla að hlaupa, fyrir hönd okkar Binna, fyrir Gleym-mér-ei styrktarfélag til minningar um Jenna Schiöth son okkar sem fæddist andvana eftir fulla meðgöngu þann 14. janúar 2020. Við andlát Jenna fengum við í hendurnar minningarkassa frá félaginu. Í kassanum voru allskonar hagnýtir hlutir til að geta haldið utan um minningar, þar á meðal mót til að taka af fótunum, box undir hárlokk, bangsi, armbönd og fleira fallegt. Þessir hlutir eru það dýrmætasta sem við eigum og þökk sé Gleym-mér-ei eigum við þessar minningar. Geym-mér-ei hefur einnig staðið að kaupum á kælivöggum, vaggan gerði okkur kleift að hafa Jenna hjá okkur og fjölskylda og vinir gátu komið og séð hann. Við erum Gleym-mér-ei ævinlega þakklát fyrir þeirra mikilvæga starf! Stærsta fjáröflun félagsins er Reykjavíkurmaraþonið og langar okkur því að biðja ykkur um að aðstoða okkur við að gefa til baka. Með fyrir fram þökk og ást Eva og Binni.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 2566 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Markmið 500.000kr.
37%
Samtals safnað 184.500kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 8 dögum síðan

 • Marta, Rúnar & Óliver

  5.000kr.

  Sakna þín Jenni. Mamma þín er duglegust Kv Baldur
 • Eiður Máni

  3.000kr.

  Elsku frænka, gangi þér vel. Glæsilegt hjá þér, hugsa til ykkar<3
 • jón sk.

  3.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Einar Tryggvi og Ragnheiður

  5.000kr.

  Gangi þér vel kæra Eva
 • Harpa.

  5.000kr.

  Koma svo!
 • fyrir Rökkva

  2.000kr.

  Fallega ljósið ykkar fylgir ykkur lífið á enda gangi ykkur vel
Fyrri 
Síða 1 af 10
Næsta 

Samtals áheit:55

Skilaboð til keppanda
Fyrir 8 dögum síðan

Team Baldrar

Sakna þín Jenni. Mamma þín er duglegust ❤️

26 júl. 2020
Marta, Rúnar & Óliver