Eva Björg Óskarsdóttir #2566

Vegalengd 10 kmA

Ég ætla að hlaupa, fyrir hönd okkar Binna, fyrir Gleym-mér-ei styrktarfélag til minningar um Jenna Schiöth son okkar sem fæddist andvana eftir fulla meðgöngu þann 14. janúar 2020. Við andlát Jenna fengum við í hendurnar minningarkassa frá félaginu. Í kassanum voru allskonar hagnýtir hlutir til að geta haldið utan um minningar, þar á meðal mót til að taka af fótunum, box undir hárlokk, bangsi, armbönd og fleira fallegt. Þessir hlutir eru það dýrmætasta sem við eigum og þökk sé Gleym-mér-ei eigum við þessar minningar. Geym-mér-ei hefur einnig staðið að kaupum á kælivöggum, vaggan gerði okkur kleift að hafa Jenna hjá okkur og fjölskylda og vinir gátu komið og séð hann. Við erum Gleym-mér-ei ævinlega þakklát fyrir þeirra mikilvæga starf! Stærsta fjáröflun félagsins er Reykjavíkurmaraþonið og langar okkur því að biðja ykkur um að aðstoða okkur við að gefa til baka. Með fyrir fram þökk og ást Eva og Binni.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Markmiði náð500.000kr.
103%
Samtals safnað 512.500kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 4 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Elín Hulda

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Edds&Ibbs

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Anna Lisa

  2.000kr.

 • Maggý

  2.000kr.

  Vel gert Eva
Fyrri 
Síða 1 af 23
Næsta 

Samtals áheit:135

Skilaboð til keppanda
Fyrir 4 mánuðum síðan

Takk

Elsku besta. Takk fyrir að hlaupa í minningu Jenna. Þetta skiptir svo miklu máli, og ykkar framlag ómetanlegt. Litlir fætur marka djúp spor - Anna Lísa

26 ágú. 2020
Gleym mér ei

Fyrir Jenna.

Gangi ykkur vel elskurnar.

12 ágú. 2020
Hildur Arna

Team Baldrar

Sakna þín Jenni. Mamma þín er duglegust ❤️

26 júl. 2020
Marta, Rúnar & Óliver