Multiple sclerosis er sjúkdómur sem leggst á miðtaugakerfið og getur valdið margvíslegum taugaskemmdum.
Ég hleyp (yikes) fyrir MS-félagið en það býður upp á ómetanlega þjónustu fyrir alla sem greinast með sjúkdóminn og aðstandendur þeirra.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.