Ég ætla að hlaupa hálfmaraþon í ágúst og ætla í leiðinni að styrkja krabbameinssjúk börn í minningu Arnars Þórs frænda míns sem lést úr krabbameini þegar við vorum 6 ára gömul.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.