Ég ætla að hlaupa 10km með Team Plié fyrir Jenný Lilju.
Jenný Lilja var nemandi í Plié og er tvíburasystir hennar enn við nám hjá okkur og er einstaklega mikið Plié barn.
Áheitin renna í nýstofnaðan sjóð sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg sér um að annast. Tilgangur sjóðsins er að meðlimir björgunarsveita á öllu landinu, geti sótt sér aðstoð fagfólks eða sálgæslu eftir erfið útköll eða upplifanir í útköllum.
Dæmi eru um að meðlimir björgunarsveita sem hafa komið á slysstað hafi ekki geta sinnt björgunarstörfum eftir erfiðar upplifanir. Mikilvægt er að meðlimir geti leitað í sjóð sem sér um allan kostnað.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.