Sigurborg V. Reynisdóttir #2298

Vegalengd 21 kmB

Ég hljóp 10 km fyrir pabba og Ljósið í fyrra en að þessu sinni mun ég reyna við 21 km fyrir pabba og mömmu og að sjálfsögðu Ljósið! Þau hafa bæði þurft að kljást við krabbamein, þó með ólíkum hætti. Mamma er laus við krabbann og er að byggja sig upp eftir aðgerð og lyfjameðferðina sem fylgdi í kjölfarið. Pabbi mun líklega aldrei losna við sitt mein en sem betur fer er vel hægt að halda því í skefjum með lyfjagjöf. Ljósið hefur verið margvíslegur stuðningur fyrir þau bæði og því vil ég leggja mitt af mörkum eins og ég mögulega get. Það geri ég með því að fara nokkuð langt út fyrir þægindarammann og hlaupa 21 km og safna í leiðinni styrkjum fyrir Ljósið og það frábæra starfsfólk sem þar vinnur.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 15.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Stína

  5.000kr.

  Bara snillingur <3
 • Sigurgeir

  5.000kr.

  Luv you

Samtals áheit:3

Skilaboð til keppanda